Viðburðir og ný tengsl
Skapandi vettvangur til að tengja ólíkt fólk og hugmyndir
Nýsköpunarstofan er vettvangur þar sem nýsköpun í menntun blómstrar í gegnum samtal, samvinnu og skapandi vinnubrögð.
Við höldum málstofur, viðburði og vinnustofur með það að markmiði að tengja saman fjölbreyttan hóp þátttakenda í nýsköpun fyrir menntakerfið.
Skólasamfélagið er fjölbreytt og samanstendur af fagfólki með mikla reynslu á sínum sviðum. Oft myndast gjá á milli þeirra sem vinna í daglegum veruleika skólastofunnar og þeirra sem stunda nýsköpun eða stefnumótun. Að brúa þessa gjá krefst samtals, gagnkvæms skilnings og samvinnu.
Með því að leggja áherslu á að blanda saman ólíkum bakgrunnum og sjónarhornum, verða til ný tengsl og ferskar hugmyndir að nýsköpunarverkefnum.
Á viðburðum okkar höfum við til dæmis tengt saman sérfræðinga í máltækni og gervigreind við fagfólk í læsi, fjöltyngi og inngildingu. Þessi skörun ólíkra sviða hefur sýnt hversu öflugt það er þegar tækniþekking mætir innsæi úr menntageiranum.
Með samtali og samstarfi geta skapast lausnir og verkferlar sem brúa bilið milli tækninýjunga, nýsköpunarvinnu og daglegs skólastarfs – allt í þágu fjölbreyttari og betri menntunar fyrir börn.