Máltækniþing Almannaróms - Það virkar á íslensku!

Image
HVENÆR
11. nóvember 2024
09:00 til 14:30
HVAR
Gróska
NÁNAR

Titill
Máltækniþing Almannaróms - Það virkar á íslensku

Text

 

Málstofa: Menntun og máltækni mætast  

Almannarómur í samvinnu við HIM – Hugveitu um inngildandi menntatækni og Nýsköpunarstofu menntunar hjá Menntavísindasviði HÍ.

Fjallað verður um stafrænar lausnir og máltækni í þágu menntunar. Ólík verkefni verða skoðuð sem tengjast máltækni, menntatækni, hönnunarhugsun, stefnumótun og rannsóknum á sviði læsis, fjöltyngis og inngildingar í skólastarfi.

 

Erindi á málstofunni:

 

Íslenskur námsorðaforði í rafrænar orðabækur 

Sigríður Ólafsdóttir,  PhD dósent , Menntavísindasvið, Háskóli Íslands 

Rúv.orð og fleiri verkefni tengd MEMM þróunarverkefni um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn 

Donata Honkowicz Bukowska, Mennta- og barnamálaráðuneyti 

Í þessu saman: hvernig getum við skapað öryggi og fullgildi til að styðja betur fjöltyngdar fjölskyldur við íslenskunám?  

Fanny Sanne Sissoko, þjónustuhönnuður Reykjavíkurborg 

Ný tækifæri menntatæknifyrirtækja til inngildingar í skólakerfinu – lausnir og áhrif  Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, Verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum Iðnaðarins   

 

Lestur gegnum hlustun – námsefni með talgervilslestri  

Anna Nikulásdóttir, framkvæmdastjóri Grammateks ehf.  

 

Image
Image