Nýsköpunarstofa menntunar er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, ásamt aðilum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu.

Titill
Nýsköpun í menntun

Text

Nýsköpunarstofa menntunar styður við ýmiskonar nýsköpun og frumkvöðlastarf á sviði menntunar, bæði í formlegu og óformlegu námsumhverfi. Meðal annars er þar átt við:

  • þróun hugmynda og aðferða
  • hæfniþróun
  • nýjar leiðir í námi og kennslu
  • stafræn námsumhverfi
  • menntun til framtíðar

Tryggvi Brian Thayer (tbt [hjá] hi.is) er verkefnisstjóri nýsköpunar á Menntavísindasviði HÍ og sér um þennan kennslufræðilega hluta stofunnar.

Image
Image
""

Titill
Stuðningur við nemendur og frumkvöðla

Text

Auk nýsköpunar í menntun styður stofan við nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sem vilja stíga sín fyrstu skref í frumkvöðlaumhverfinu. Meðal annars er boðið upp á ókeypis ráðgjafatíma fyrir þau sem eru með hugmynd eða eru að vinna að nýsköpunarverkefni.

Sömuleiðis er eitt af aðalmarkmiðum Nýsköpunarstofunnar að leiða saman krafta frumkvöðla úr menntakerfinu, fræðasamfélaginu og fyrirtækjum landsins.

Fyrirspurnir um þjónustu stofunnar eða beiðni um ráðgjafatíma skal senda til verkefnisstjóra Nýsköpunarstofunnar, Odds Sturlusonar (oddstu [hjá] hi.is).

Image
Image
""
Viðburðir og námskeið