Hlutverk og þjónusta nýsköpunarstofunnar

Nýsköpunarstofa menntunar

Nýsköpunarstofa menntunar er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar.  Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Skóla- og frístundasvið (SFS) Reykjavíkurborgar fara með framkvæmd samningsins í samvinnu við ýmsa bakhjarla. Stofan er staðsett í Mýrinni, nýsköpunarsetri Vísindagarða í Grósku.  

Starfsemi stofunnar beinist einkum að eftirfarandi þáttum:

  • Styðja við nýsköpun á sviði menntunar, þróun hugmynda og aðferða sem tengjast formlegu og óformlegu námsumhverfi, hæfniþróun, nýjum leiðum í námi og kennslu, stafrænu námsumhverfi og menntun til framtíðar.
  • Leiðir saman krafta frumkvöðla úr menntakerfinu, fræðasamfélaginu og fyrirtækjum landsins.   
  • Stendur fyrir fræðslu, ráðgjöf og hröðlum á sviði nýsköpunar, menntunar, fræðslu og náms.
  • Skapar vettvang til að móta og þróa nýjar aðferðir á sviði náms og menntunar. 
  • Heldur utan um starfssamfélag og tengslanet stofnana og frumkvöðla til að prófa og meta árangur af nýjum aðferðum á sviði menntunar. 
  • Býður upp á ókeypis ráðgjöf og aðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk HÍ sem vinnur að nýsköpunarhugmynd sinni.
  • Skapar vettvang til að móta og þróa nýjar aðferðir á sviði náms og menntunar. 
  • Kortlagning og miðlun nýsköpunar í íslenska menntakerfinu.
Image