Íslenska nýsköpunarumhverfið

Startup Supernova: Viðskiptahraðall sem miðar að því að hraða framgangi fyrirtækja og gera þau að álitlegum fjárfestingarkosti.

Til sjávar og sveita: Viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni og betri nýtingu hráefna í landbúnaði og haftengdum iðnaði og nýjar lausnir á sviði smásölu

Orkídea: Samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Gulleggið: Stærsta frumkvöðlakeppni ársins.

Menntamaskína: Markmið MEMA-hraðalsins er að nýta nýsköpun og frumgerðarsmíði til að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi.

Snjallræði: 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Atvinnuþróunarfélögin: Atvinnuþróunarfélögin veita ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja á starfssvæðinu, svo sem markaðssókn, vöruþróun, fjármögnun, kynningu, endurskipulagningu, erlend samskipti og fleira.

Enterprise Europe Network: Upplýsir, fræðir og leiðbeinir fyrirtækjum án endurgjalds varðandi tækifæri á alþjóðamarkaði.

Facebook síða íslenskra frumkvöðla: Opinber umræðuvettvangur íslenskra frumkvöðla um allt sem viðkemur nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi.

Festa - samfélagsábyrgð og sjálfbærni: Hlutverk Festu er að auka þekkingu á sjálfbærni fyrirtækja, stofnana og hverskyns skipulagsheilda.

Framtíðarsetur Íslands: Framtíðarsetrið er leiðandi í nýtingu framtíðarfræða á Íslandi. Setrið er virkur þátttakandi rannsóknum og verkefnum á sviði framtíðarfræða.

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu: Hópur fyrir frumkvöðla í ferðaþjónustu, mentora, stuðningsaðila og reynslubolta.

Fyrirtækjasmiðja ungra frumkvöðla: Í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd á 13 vikna námskeiði sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.

Gróska - frumkvöðla- og sprotasetur: Framúrskarandi aðstaða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á fyrstu stigum.

Hugverkastofa: Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi.

Íslandsstofa: Íslandsstofa býr að mikilvægum tengslum utan landsteinanna sem nýst geta fyrirtækjum á mismunandi stöðum í sókn á erlendum mörkuðum.

Íslenski ferðaklasinn: Hlutverk félagsins er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu.

Íslenski sjávarklasinn: Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi.

Karolina Fund: Á Karolina Fund finnur þú fjármögnun fyrir þínar hugmyndir.

Klak: Veitir frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á Íslandi stuðning.

Landbúnaðarklasinn: Markmið Landbúnaðarklasans er að stuðla að aukinni arðsemi gegnum nýsköpun og fagmennsku í landbúnaði á Íslandi.

Korka - konur í nýsköpun og sprotafyrirtækjum: Vettvangur fyrir konur til að efla tengslanetið og deila góðu ráðum og reynslu úr frumkvöðlaheiminum.

Leitarvél Rannís: til að leita eftir sjóðum, innlendum sem og erlendum. Þú getur leitað eftir nafni sjóðs, markhópi, starfsheiti og/eða vettvangi.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs: Miðstöðu hönnunar og arkitektúrs er hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar sem byggir á hönnun og arkitektúr. Miðstöðin stuðlar að auknu samstarfi milli hönnuða og fyrirtækja og vinnur að því að efla hönnunardrifna nýsköpun sem mótandi afl í samfélagi og atvinnulífi framtíðar á Íslandi.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins: Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er fjárfestingarsjóður sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.

Samtök sprotafyrirtækja - SSP: Tilgangur SSP er að vinna að hagsmunum og stefnumálum sprotafyrirtækja ásamt því að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í heild sinni.

Startup Iceland: Startup Iceland is a resource for Founders and Entrepreneurs. Building a vibrant, sustainable and antifragile Startup Community in Iceland since 2009

Atvinnumál kvenna

Síðan 1991 hafa styrkir verið veittir til kvenna. Á hverju ári hefur verið úthlutað í kringum 15-20 milljónum í fjölbreytt verkefni víðsvegar um landið sem oft hafa skipt sköpum fyrir konurnar og hvatt þær áfram í sínum fyrirtækjarekstri.

Barnamenningarsjóður

Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Frumkvæði

Frumkvæði er úrræði  Vinnumálastofnunar  fyrir þá sem eru á skrá og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur. Í úrræðinu Frumkvæði eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf.

Einkaleyfastyrkur

Einkaleyfastyrkir eru annars vegar til að undirbúa og skila inn forgangsréttarumsókn og hins vegar að undirbúa og skila inn umsókn í alþjóðlegt ferli.

Fyrirtækjastyrkur – Fræ/Þróunarfræ

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar.

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni.

Hámarksstyrkur: 2.000.000 kr.

Fyrirtækjastyrkur – Markaðsstyrkur

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári. Hægt er að sækja um styrk vegna sérstaks markaðsátaks en einnig uppbyggingu innviða fyrirtækisins sem tengjast sókn á markað.

Styrkur getur numið allt að 10 m.kr. 

Hönnunarsjóður

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi

Íþróttasjóður

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að jafnrétti í íþróttum.

Jafnréttissjóður Íslands

Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.

Hvatningarsjóður Kviku

Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf

Nám og þjálfun stúdenta 

Háskólanemar geta farið í 2-12 mánuði í skiptinám eða starfsþjálfun sem hluta af námi. Starfsþjálfun er einnig möguleg innan við ári eftir útskrift. Fyrir hvern? Háskólanema á öllum stigum háskólanáms og allt að ári eftir útskrift. Fyrirtæki og stofnanir sem hafa áhuga á að taka á móti nemendum í starfsþjálfun.

Norræna Atlantsnefndin

Norræna Atlantsnefndin (NORA) veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi á Grænlandi, Íslandi , Færeyjum og strand-Noregi.

Norræna menningargáttin

Hér eru birtar upplýsingar um hvernig hægt er að sækja um fjárhagsstuðning hjá hinu norræna samstarfi. Einnig er hægt að leita meðal styrkja okkar, auglýsinga og útboða til þess að finna þá fjármögnun eða annan stuðning sem hentar hverju verkefni fyrir sig.

Norræni menningarsjóðurinn

Hlutverk sjóðsins er að auka samstarf og styðja við þróun verkefna á sviði menningar á Norðurlöndunum.

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum.

Nýsköpunarstyrkur

Nýsköpunarstyrkur hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í nýsköpun og þróun að ráða fólk til starfa. Nýsköpunarstyrkur felur í sér þríhliða samning milli Vinnumálastofnunar, fyrirtækis og atvinnuleitanda um ráðningu í starf sem snýr að nýsköpun og þróun.

Svanni

Svanni – lánatryggingasjóður kvenna veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir. Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki.

Vinnustaðanámssjóður

Fyrirtæki og stofnanir vegna vinnustaðanáms nema í iðnnámi eða öðru námi á framhaldsskólastigi þar sem vinnustaðanám og starfsþjálfun er skilgreindur hluti námsins.  Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Æskulýðssjóður

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Hverjir geta sótt um? Allir þeir sem eru

NORA styrkir samstarf á Norður-atlantssvæðinu með það að markmiði að gera það að öflugu norrænu svæði, sem einkennist af sterkri sjálfbærri efnahagsþróun. Það er meðal annars gert með því að styðja samstarf í atvinnulífi og rannsókna- og þróunarstarf þvert á landamæri. NORA styrkir fjármögnun samstarfsverkefna, ef þau falla undir þau markmið sem lýst er í skipulagsáætluninni. Hægt er að sækja um styrki tvisvar á ári, í mars og október: https://www.byggdastofnun.is/is/verkefni/erlent-samstarf/nora

Innovation Greenland is tasked with the provision of general business guidance and the processing of applications from idea-rich entrepreneurs, who need financial support or guidance in order to transform their innovative idea into a concrete and sustainable project: https://www.innovation.gl

Aurora er samstarfsnet níu evrópskra háskóla sem eiga það sameiginlegt að vera alhliða rannsóknaháskólar, með háan áhrifastuðul rannsókna (e. impact) samhliða því að leggja ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð og fjölbreyttan nemendahóp.