Hugveita um inngildandi menntatækni (HIM)

HIM er nýr vettvangur sem sameinar fagfólk frá ólíkum stofnunum og hagaðilum til að ræða menntatæknilausnir með áherslu á málnotkun, fjöltyngi, læsi og inngildingu.

Titill
Þörf á heildarsýn

Text

Hugveitan sprettur úr samtali um þörf á heildarsýn yfir tæknilausnir og rannsóknir sem styðja við inngildandi skólastarf í síbreytilegu samfélagi. 
Stofnendur HIM koma frá Menntavísindasviði, Reykjavíkurborg, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. 
Í skólaumræðunni kemur oft fram að kennarar standa frammi fyrir flóknum áskorunum vegna aukins fjölda fjöltyngdra nemenda og krafna um einstaklingsmiðað nám. Umræða um læsi og lesskilning hefur einnig aukist eftir að niðurstöður PISA 2023 komu fram í dagsljósið. Samhliða þessu eru margar tæknilausnir í þróun, þar á meðal á sviði spunagervigreindar og máltækni, sem gætu skapað ný tækifæri fyrir inngildingu í menntakerfinu. 

Hlutverk HIM er að kortleggja stöðuna, þróa lausnir og dýpka umræðu um hvernig nýsköpun í menntatækni getur styrkt inngildandi starf. Markmiðið er að taka þátt í að móta framtíðarstefnu sem tryggir að menntatækni byggist á heildrænni sýn og stuðli að farsæld barna í fjölbreyttu samfélagi. 

Image
Image
Fríða Bjarney á málþingi Almannaróms

Titill
Hvað er inngilding?

Text

Inngilding – nýtt hugtak með víðtæka merkingu

Hugtakið inngilding (e. inclusion) hefur nýlega rutt sér til rúms hér á landi, einkum í menntamálum. Það nær þó langt út fyrir aðgengi nemenda með sérþarfir og fjallar einnig um jafnræði, mannréttindi og þátttöku allra.

Inngilding tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, þar sem hún er tengd sjálfbærni, menningarlegum margbreytileika og hnattrænni borgaravitund. Til að átta sig betur á notkun hugtaksins mælum við til dæmis með greinaskrifum á Skólaþróunarspjallinu eftir Evu Harðardóttur og Berglindi Rós Magnúsdóttur sem báðar starfa á MEnntavísindasviði Háskóla Íslands.

Myndin hér af Tungumálablóminu er úr verkefninu Sammála og var sýnt á Borgarbókasafninu í barnamenningarviku 2024. Verkefnið var leitt af þjónustuhönnuðum sem kynntu verkefnið einnig á málstofu Nýsköpunarstofunnar á málþingi Almannaróms.

 

Image
Image

Þátttaka í HIM er opin öllum.
Til að taka þátt hafið samband við Ástu Olgu verkefnastjóra Nýsköpunarstofunnar: astaolga@hi.is