Stuðningur við nemendur og frumkvöðla

Ráðgjöf og mat

Eitt af megin hlutverkum Nýsköpunarstofa menntunar er að styðja við nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sem vilja vinna að nýsköpunarhugmynd sinni og stíga sín fyrstu skref í frumkvöðlaumhverfinu.

Boðið er upp á ókeypis ráðgjafatíma fyrir nemendur og starfsfólk háskólans sem hafa hugmynd eða eru að vinna að nýsköpunarverkefni. Beiðni um ráðgjafatíma sendist á oddstu[hja]hi.is

Þau sem vilja nýta sér ráðgjöf Nýsköpunarstofa eru beðin um að fylla út stöðumat fyrir nýsköpunarverkefnið til að hægt sé að veita markvissa og faglega ráðgjöf.

Háskóli Íslands býður nemendum og starfsfólki sem vinna að nýsköpunarverkefni upp á ókeypis vinnuaðstöðu. Auglýst er eftir umsækjendum þrisvar á ári og næsti umsóknarfrestur er 31. janúar.

Image
""

Allar nánari upplýsingar veitir Oddur Sturluson, verkefnisstjóri Nýsköpunarstofunnar

Mynd af Oddur Sturluson Oddur Sturluson
  • Verkefnisstjóri
5255214 oddstu [hjá] hi.is nýsköpun;;nýsköpun og frumkvöðulsháttur;;nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi;;stefnumótun í nýsköpun;;samfélagsleg nýsköpun;;vistkerfi nýsköpunar;;nýsköpun Vísinda- og nýsköpunarsvið