Hvað þarf að hafa í huga þegar byrja á nýsköpunarhugmynd? Vantar þig aðstöðu? Vantar þig aðstoð? Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám tengt nýsköpun og frumkvöðlafræðum og er bakhjarl að ýmsum hröðlum og lausnarmótum. Hér eru styrkir og aðilar listaðir upp, sem geta gagnast nemendum, kennurum og öðrum frumkvöðlum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Nýsköpun felur í sér að skapa eða búa til eitthvað nýtt – eða laga og bæta eitthvað sem er nú þegar til staðar. Allar nánari upplýsingar veitir Oddur Sturluson, verkefnisstjóri Nýsköpunarstofunnar