Nýsköpunarstofa menntunar
Nýsköpunarstofa menntunar er vettvangur sem nýtir menntavísindarannsóknir til að styðja við menntatækniþróun og frumkvöðlastarf í þágu menntunar. Við leitumst við að styrkja samstarf milli frumkvöðla, skólasamfélags, rannsakenda á háskólastigi, nemenda og atvinnulífs.
Nýsköpunarstofa gegnir einnig því hlutverki að efla virkni og þekkingu á stafrænum námsgögnum og nýsköpunar meðal kennaranema, starfandi kennara og stefnumótenda í menntakerfinu.
Prufuvettvangur menntatækni
Aukin notkun menntatæknilausna og stafrænna námsgagna kallar á ígrundaða umræðu um hvernig við metum, veljum og innleiðum lausnir.
Viðburðir og ný tengsl
Nýsköpunarstofa skipuleggur viðburði þar sem frumkvöðlar úr atvinnulífi, rannsakendur, stefnummótendur og skólasamfélagið mætast.
Hugveita um inngildandi menntatækni
Hvernig getur menntatækni nýst í þágu inngildingarstarfs í skólastarfi?
Ertu með hugmynd, árskorun eða uppgötvun?
Ertu með hugmynd, áskorun eða uppgötvun sem þig langar að skoða með fagfólki, rannsakendum eða öðrum frumkvöðlum?