Stuðningur við frumkvöðla

Hvort sem nýsköpunarhugmynd þín beinist að því að bæta kennsluhætti, efla inngildingu eða nýta tækni á snjallan hátt. Við erum hér til að hjálpa þér að láta hugmyndirnar þínar verða að veruleika!

Text

Frumkvöðlastarf í þágu menntunar spannar vítt svið – allt frá samfélagslegri nýsköpun til tæknilausna.
Hvort sem þú vinnur að því að skapa nýtt námsefni, þróa samfélagsverkefni eða tæknilausnir fyrir skóla, eru tengslanet og rannsóknir lykilatriði til að ná árangri.

Það er sérstaklega mikilvægt fyrir frumkvöðla í menntageiranum að hafa sterka tengingu við skólafólk og fagfólk í menntavísindum. Lausnir sem byggja á þörfum og reynslu þeirra sem starfa í skólakerfinu – auk nýjustu rannsókna – eru líklegri til að skila árangri og komast í notkun innan skólakerfisins.

Við hjá Nýsköpunarstofu vinnum að því að styðja frumkvöðla á öllum sviðum nýsköpunar í menntun með því að:

  • Tengja saman frumkvöðla, skólafólk og menntavísindarannsakendur
  • Skipuleggja vinnustofur um nýsköpun og skapandi vinnubrögð
  • Veita ráðgjöf og fræðslu um samfélagslega og tæknilega nýsköpun í menntun
  • Halda viðburði til að kynna nýsköpun og hvetja til samstarfs
Image
Image
frumkvöðull