Prufuvettvangur fyrir menntatækni
Tilraunaverkefni með það að markmiði að auka gæði við þróun, innleiðingu og notkun stafrænna námsgagna í íslenskum skólum.
Titill
Menntatækni og stafræn námsgögn
Nýsköpunarstofa menntunar heldur utan um verkefni að sænskri fyrirmynd til að meta stafræn námsgögn á kennslufræðilegum grunni.
- Hvernig innleiðum við menntatæknilausnir og stafræn námsgögn í skólastarfið?
- Hvaða stafrænu gögn notum við?
- Hvernig eru ákvarðanir teknar um hvaða lausnir eru notaðar?
Í gegnum samtal um gæði námsgagna milli kennara og þeirra sem þróa lausnirnar þjálfum söfnum við gagnlegum upplýsingum úr reynsluheimi fagfólks.
Markmiðið er verða sterkari sem skólasamfélag þegar kemur að vali, ákvarðanatöku, og innleiðingu stafrænna námsgagna þannig að tækninýjungar nýtist með farsæld barna að leiðarljósi.
Í tilraunaverkefninu var unnið með Laugarnesskóla og Helgafellsskóla, menntatæknilausnirnar Evolytes og Læsir voru rýndar og skoðaðar og ræddar út frá aðferðafræði sem hefur verið þróuð og prófreynd í Svíþjóð.
Dæmi um spurningu úr prufuvettvanginum sem hvetur til umræðu um gæði námsgagnsins:
Hversu ríkulegt og fjölbreytt er efni/innhald námsgagnsins? Er eitthvert efni sem ekki á við?
Kveikir það áhuga nemenda á að læra eða lesa meira eða er það truflandi?
Frekari upplýsingar um verkefnið og næstu skref veitir Ásta Olga Magnúsdóttir verkefnastjóri Nýsköpunarstofunnar: astaolga@hi.is.
Tengt efni
Stafræn námsgögn og menntatækni í brennidepli hjá Nýsköpunarstofu menntunar hjá HÍ