Nýsköpun í menntun
Menntun er meðal grunnstoða samfélagsins. Hún gegnir því hlutverki að viðhalda menningar- og þekkingararfleifð þess um leið og henni er ætlað að búa fólk undir virka þátttöku í samfélaginu í óvissri framtíð. Þannig endurspeglar menntaumhverfi hvers tíma samfélagið eins og það er, en einnig hvernig það vill verða. Á tímum örra breytinga er menntakerfið kvikur vettvangur breytinga og nýsköpunar.
Nýsköpunarstofa menntunar styður við nýsköpun í menntun með ýmsum hætti:
- Veitir yfirsýn yfir tengsl nýsköpunarsamfélags og menntasamfélags
- Veitir yfirsýn yfir rannsóknarstarf sem tengist nýsköpun í menntun
- Eflir nýsköpun í menntun með fræðslu og miðlun
- Kemur að kennslu um nýsköpun á Menntavísindasviði HÍ
- Er samstarfsvettvangur HÍ við ýmsa aðila sem tengjast nýsköpun í menntun
Image
Allar nánari upplýsingar veitir Tryggvi Brian Thayer, verkefnisstjóri nýsköpunar á Menntavísindasviði HÍ
Tryggvi Brian Thayer |
|
5255586 | tbt [hjá] hi.is | framtíð menntunar;;upplýsingatækni í skólastarfi;;stefnumótun | https://iris.rais.is/is/persons/ec690cdf-0b50-459e-9e79-ab86f3ad7bed | Deild faggreinakennslu |