Hvað er Kveikja?

Vilt þú átta þig betur á eigin styrkleikum, efla tengslanetið og um leið öðlast aukna færni í að nýta þekkingu þína og hugmyndir í þágu samfélagsins? Viltu vinna með fjölbreyttum hópi nemenda að nýjum lausnum við áskorunum samtímans, eins og loftslagsbreytingum og aukinni velsæld allra?

Háskóli Íslands býður upp á sex daga námskeið fyrir nemendur á síðasta ári í grunnnámi þar sem þátttakendur öðlast aukinn skilning á áskorunum samtímans og vinna að sameiginlegum lausnum þvert á námsleiðir og í samstarfi við öfluga leiðbeinendur úr háskólanum og atvinnulífi.

Nemendur fá enn fremur skarpari sýn á eigin styrkleika og efla nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun undir leiðsögn reynslumikilla kennara.

Kveikja er sex daga námskeið og viðburður þar sem nemendur af öllum fimm fræðasviðum koma saman. Námskeiðið hvílir á þremur grunnstoðum:

  • Nýsköpun – Nemendur beita nýsköpunarhugsun til að takast á við áskoranir í náinni samvinnu við samnemendur sína af öðrum fræðasviðum
  • Starfsþróun – Í námskeiðinu búa nemendur sig undir þau verkefni sem taka við hjá þeim eftir námslok, kynnast fólki úr atvinnulífinu og fá þjálfun í tengslamyndun
  • Heimsmarkmiðin – Áskoranirnar sem nemendur takast á við tengjast beint heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en markmiðin verða stöðugt mikilvægari þáttur bæði í starfsemi einkaaðila og hins opinbera

Nemendur sem taka þátt í viðburðunum og standa skil á nauðsynlegri undirbúningsvinnu fá námskeiðið metið til eininga (4 ECTS-eining).

Forkröfur og undirbúningur: 

  • Að vera á síðasta ári í grunnnámi við Háskóla Íslands eða ein af háskólum Aurora bandalagsins
  • Kynna sér eitt af undirmarkmiðum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Afurð:

  • Kynning á niðurstöðum hópavinnunnar

Ertu með fyrirspurn um námskeiðið? 

  • 23. eða 24. febrúar 2023: Fjarnámskeið - Samfélagslegt frumkvöðlastarf og nýsköpun
  • 23. eða 24. mars 2023: Fjarnámskeið - Samfélagslegar breytingar
  • 20. eða 21. apríl: Fjarnámskeið - Verkfæri til að til að takast á við áskoranirnar
  • 11.-13. maí  Námskeið kennt á staðnum

  • Nemendur sem taka þátt í viðburðunum og standa skil á nauðsynlegri undirbúningsvinnu fá námskeiðið metið til eininga (4 ECTS-eining). 
  • Námskeiðið er aðeins opið takmörkuðum fjölda nemenda, en að þessu sinni verður hægt að taka á móti 60 nemendum frá HÍ.
  • Við val á nemendum inn í námskeiðið verður enn fremur tekið mið af því að hafa nemendahópinn sem fjölbreyttastan.

Hægt er að hlaða niður kennsluáætlun námskeiðsins með því að smella hér.

Kveikja gefur nemendum tækifæri til að

  • Taka þátt í námskeiði sem er allt öðruvísi en önnur námskeið
  • Læra um tengslamyndun og efla tengslanetið
  • Tengja saman nýsköpun og heimsmarkmiðin
  • Vinna með nemendum af öðrum sviðum
  • Heyra innlegg frá þjóðþekktum gestum
  • Styrkja atvinnuhæfni sína

 

Skipulag námskeiðsins er í höndum Nýsköpunarstofu Menntunar.

Meðal kennara í námskeiðinu verða Kai Hockerts, Ramon Rispoli, og Magnús Þór Torfason

Auk þeirra koma fjölmörg önnur að kennslu og leiðbeiningu í námskeiðinu, bæði fólk innan Háskóla Íslands, og úr öðrum stofnunum, félögum og fyrirtækjum.