Hvað er Kveikja?

Vilt þú átta þig betur á eigin styrkleikum, efla tengslanetið og um leið öðlast aukna færni í að nýta þekkingu þína og hugmyndir í þágu samfélagsins? Viltu vinna með fjölbreyttum hópi nemenda að nýjum lausnum við áskorunum samtímans, eins og loftslagsbreytingum og aukinni velsæld allra?

Háskóli Íslands býður upp á sex daga námskeið fyrir nemendur á síðasta ári í grunnnámi þar sem þátttakendur öðlast aukinn skilning á áskorunum samtímans og vinna að sameiginlegum lausnum þvert á námsleiðir og í samstarfi við öfluga leiðbeinendur úr háskólanum og atvinnulífi.

Nemendur fá enn fremur skarpari sýn á eigin styrkleika og efla nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun undir leiðsögn reynslumikilla kennara.

Kveikja er Erasmus+ BIP námskeið og viðburður þar sem nemendur af öllum fimm fræðasviðum koma saman. Námskeiðið hvílir á þremur grunnstoðum:

  • Nýsköpun – Nemendur beita nýsköpunarhugsun til að takast á við áskoranir í náinni samvinnu við samnemendur sína af öðrum fræðasviðum
  • Starfsþróun – Í námskeiðinu búa nemendur sig undir þau verkefni sem taka við hjá þeim eftir námslok, kynnast fólki úr atvinnulífinu og fá þjálfun í tengslamyndun
  • Heimsmarkmiðin – Áskoranirnar sem nemendur takast á við tengjast beint heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en markmiðin verða stöðugt mikilvægari þáttur bæði í starfsemi einkaaðila og hins opinbera

Nemendur sem taka þátt í viðburðunum og standa skil á nauðsynlegri undirbúningsvinnu fá námskeiðið metið til eininga (6 ECTS-eining).

Forkröfur og undirbúningur: 

  • Að vera á síðasta ári í grunnnámi við Háskóla Íslands eða ein af háskólum Aurora bandalagsins
  • Kynna sér eitt af undirmarkmiðum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Afurð:

  • Kynning á niðurstöðum hópavinnunnar

Ertu með fyrirspurn um námskeiðið? 

Febrúar - Maí 2024: Fjarnámskeið
Maí 13.-17. 2024: fimm daga staðarlota

  • Nemendur sem taka þátt í viðburðunum og standa skil á nauðsynlegri undirbúningsvinnu fá námskeiðið metið til eininga (6 ECTS-eining). 
  • Við val á nemendum inn í námskeiðið verður enn fremur tekið mið af því að hafa nemendahópinn sem fjölbreyttastan.

Kennsluáætlun námskeiðsins verður birt bráðlega. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá.

Kveikja gefur nemendum tækifæri til að

  • Taka þátt í námskeiði sem er allt öðruvísi en önnur námskeið
  • Læra um tengslamyndun og efla tengslanetið
  • Tengja saman nýsköpun og heimsmarkmiðin
  • Vinna með nemendum af öðrum sviðum
  • Heyra innlegg frá þjóðþekktum gestum
  • Styrkja atvinnuhæfni sína

 

Skipulag námskeiðsins er í höndum Nýsköpunarstofu Menntunar.

Meðal kennara í námskeiðinu verða Kai Hockerts, Ramon Rispoli, og Magnús Þór Torfason

Auk þeirra koma fjölmörg önnur að kennslu og leiðbeiningu í námskeiðinu, bæði fólk innan Háskóla Íslands, og úr öðrum stofnunum, félögum og fyrirtækjum.